Einn leikur er í 1. deild karla í kvöld. Í honum tekur Breiðablik á móti FSu. Fyrir leikinn er Breiðablik í 4. sæti deildarinnar með 26 stig, nokkuð öruggir með að vera með úrslitakeppni 1. deildarinnar, en það eru liðin í sætum 2. – 5. sæti sem munu etja kappi um sæti í úrvalsdeildinni komandi leiktíð. FSu aftur á móti aðeins fyrir neðan þann pakka í 7. sætinu með 14 stig, 6 stigum frá sæti í þessari úrslitakeppni.
Leikur dagsins
1. deild karla:
Breiðablik FSu – kl. 19:15