Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson hefur tekið við liði Keflavíkur frá og með deginum í dag en þessu greint frá á heimasíðu Keflavíkur nú rétt í þessu.  Friðrik Ingi mun starfa með fyrrum aðalþjálfara liðsins Hirti Harðarsyni og Gunnari Einarssyni, en Hjörtur mun áfram þjálfa unglingaflokk liðsins. Samið var til tveggja ára.