Í viðtali við Ingva Hákonarson formann kkd. Keflavíkur í morgun bauð Ingvi forseta frú okkar Íslendinga,frú Elizu Reid hjartanlega velkomna til Keflavíkur að fagna titlum ef tilefnið gæfist. Þessi orð Ingva komu eftir að Karfan.is spurði um hvort forsetafrúnni yrði boðið til veislu líkt og Dorrit Moussaeff hér um árið þegar kvennaflokkar Keflavíkur hirtu alla bikartitla í boði. 

 

Karfan.is hafði samband við Elizu og kom hún á fram færi kveðju til allra sem standa að þeirri frábæru veislu sem nú stendur yfir hjá körfuboltanum. "Sjálf kem ég úr mikilli körfuboltafjölskyldu. Pabbi minn lék í háskólaliði í Kanada og þjálfaði svo lengi kvennalið skólans." sagði Eliza meðal annars í svari sínu um hvort hún myndi þyggja boðið. Hér að neðan má sjá þau skilaboð sem forsetafrúin sendi Keflvíkingum og svo körfuknattleiksþjóðinni. 

 

Kæru Keflvíkingar! Til hamingju með frábæran árangur stúlkna- og kvennaliða ykkar í körfubolta. Hann er til vitnis um gott starf og metnað. Sjálf kem ég úr mikilli körfuboltafjölskyldu. Pabbi minn lék með háskólaliði í Kanada og þjálfaði svo lengi kvennalið skólans. Gangi ykkur áfram vel og sömu kveðju færi ég auðvitað mótherjum ykkar um helgina. Því miður er ég erlendis og get þess vegna ekki verið viðstödd þessa miklu körfuboltahátíð. Kær kveðja, Eliza

 

Mynd/Samsett