Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var að vonum ánægður með að vera kominn í úrslitaleik Maltbikarsins eftir sigur á Val. Hann hrósaði Valsmönnum gríðarlega fyrir frammistöðu sína og vonaðist til að fá þá í deild þeirra bestu. Finnur sagði sína menn eiga helling inni og vonaðist til að sjá það í úrslitaleiknum á laugardag.