Tveir leikir fara fram i 15 umferð Dominos deildar karla í kvöld. Í Hafnarfirði fagna heimamenn komu Febrúar mánaðar fyrir tvær sakir. Annars vegar markar það endann á janúar sem hefur reynst Haukum illa síðustu ár á meðan Haukar hafa unnið alla leiki sína í febrúar á síðustu fjórum árum. Þetta skiptið eru það Þór Ak sem heimsækir Hauka en fyrri leikur liðanna fór alla leið í framlengingu þar sem akureyringar unnu með þremur stigum.

 

Á vefsíðu Þórs segir Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs að menn væru fullir eftirvæntinga fyrir leiknum. ,,Haukar mæta klárlega brjálaðir til leiks á morgun þar sem þeir eru hundóánægðir með stöðu mála eftir að hafa farið í lokaúrslit síðasta tímabil. Þeir eru margfalt betri en staða liðsins segir til um og því verður þetta mjög erfiður leikur en gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.“ sagði Benedikt í spjalli við Thorsport.is.

 

KR ætlar að sækja hefndir á Þorlákshofn gegn þórsurum. Þór hefur unnið tvo leiki liðanna fyrr á tímabilinu og báða í DHL höllinni. Bæði lið munu leika í undanúrslitum bikarkeppninnar í komandi viku og því er verkefni þjálfara að stilla spennustigið og hausinn fyrir þennan leik.

 

Tveir leikir fara fram í 1. deild karla þar sem nokkur spenna er á öllum stöðum í töflunni. 

 

Leikur dagsins: 

 

Dominos deild karla.

 

Haukar-Þór Ak kl 19:15 í beinni á Haukar tv

Þór Þ – KR í beinni á Stöð 2 sport
 

1. deild karla.

 

Ármann – Breiðablik 

Vestri – Fjölnir