Barry háskólinn með Elvar Már Friðriksson fremstan í flokki vann sinn fimmta leik í röð í liðnni viku þegar þeir unnu St. Leo með fimm stigum 96-91. Elvar var að vanda frábær og endaði með 23 stig og 12 fráköst en hann hefur verið gjörsamlega geggjaður með liðinu í SSC deildinni. 

 

Svo geggjaður að hann var aðra vikuna í röð valinn leikmaður vikunnar í fyrrnefndri deild. Elvar er með 15 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik með Barry sem er í efsta sæti í sínum riðli þessa stundina. Hann hefur sópað að sér viðurkenningum og eru það góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið fyrir Eurobasket sem fer fram síðar á þessu ári.