Elvar Már Friðriksson var á dögunum valinn leikmaður vikunnar í Sunshine State riðlinum í 2. deild bandaríska háskólaboltans. Elvar setti þá persónulegt met hjá Barry með 30 stiga leik í toppslagnum gegn Eckerd skólanum um síðustu helgi. 

Þetta er í fyrsta sinn hjá Barry sem Elvar vinnur til þessara vikulegu verðlauna á þriggja ára ferli hans við skólann en hann er með 15,2 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Barry. Hann leiðir riðilinn í stoðsendingum og er fimmti í öllum Bandaríkjunum í þeim flokki! 

Barry leikur í nótt gegn Lynn háskólanum en Barry hefur unnið þrjá leiki í röð til þessa.