Þór Þorlákshöfn

 

Eftir fimm sigurleiki í röð tapaði Þór fyrir KR í síðustu umferð Dominos deildarinnar. Liðið hefur náð góðri siglingu eftir áramót eftir óstöðugt gegni á árinu 2016. Liðið fór í fyrsta skipti í úrslitaleik bikarsins fyrir ári síðan og lék þá einmitt gegn KR þar sem liðið lenti á Helga Már í stuði og fyrir vikið áttu þeir ekki roð í íslandsmeistarana á þeim degi. 

 

Þorlákshöfn hefur einungis komist í undanúrslit tvisvar áður og eru með 50% sigurhlutfall þar. Öll skiptin hefur liðið fengið suðurnesja lið og mætti einmitt Grindavík í undanúrslitum árið 2014. Þá tapaði Þór 93-84 en búast má við enn meiri spennuleik er liðin mætast núna. Ljóst er að Davíð Arnar og Þorsteinn Már verða frá vegna meiðsla og munar um minna. Tobin Carberry hefur verið frábær í vetur og algjör forsenda fyrir því að liðið komist lengra er að hann eigi góðann dag.

 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Grindavík fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða: 96-85 sigur þann 6. janúar síðastliðinn

Viðureign í 8 liða úrslitum: 104-68 sigur á FSu 

Viðureign í 16 liða úrslitum: 93-70 sigur á Keflavík

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: enginn

 

Viðtöl

 

Einar Árni Jóhannsson:

 

Emil Karel Einarsson: