Miðherji Atlanta Hawks, Dwight Howard, bauð upp á tvö skemmtileg atvik í nótt í leik liðsins gegn Boston Celtics. Hawks sigruðu leikinn með 114 stigum gegn 98, þrátt fyrir að Howard hafi verið útilokaður frá leiknum. Fyrra atvikið átti sér stað eftir að fyrrum leikmaður Hawks, Al Horford, braut á Howard undir körfunni, en þá ýtir Howard honum og uppsker sína fyrri tæknivillu í kjölfarið.

 

 

Aðeins 5 mínútum seinna treður Howard svo boltanum með miklum látum og hangir óeðlilega lengi í hringnum og fær þá sína aðra tæknivillu og þar af leiðandi útilokun frá leiknum í kjölfarið.