Fjórir leikir fara fram í drengjaflokki í kvöld. Njarðvík og KR ríða á vaðið í Ljónagryfjunni kl. 19:30 en það verður ekki eini leikurinn á Suðurnesjum þar sem Grindavík mætir ÍR í Mustad-höllinni kl. 20:45.

Þá mætast Skallagrímur og Hrunamenn/Hamar/Þór Þorlákshöfn kl. 20:00 í Borgarnesi og kl. 20:40 mætast Fjölnir og Keflavík í Rimaskóla.