Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Besta lið deildarinnar það sem af er tímabili, Golden State Warriors, sigraði Philadelphia 76ers með 119 stigum gegn 108 í leik þar sem að byrjunarliðsmenn þeirra skoruðu 97 stig, en mestu munaði þar um Kevin Durant með 27 stig.

 

Nokkur spenna var í Garðinum í New York þar sem að Toronto Raptors sigruðu heimamenn í Knicks með þessari glæsilegu lokakörfu frá DeMar DeRozan. DeRozan var frábær á lokasprettinum fyrir sína menn, skoraði 12 þeirra 37 stiga sem hann setti í leiknum á síðustu 3 mínútum leiksins.

 

Lokaskot DeRozan:

 

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit næturinnar:

 

Raptors 92 – 91 Knicks

Warriors 119 – 108 76ers

Bucks 95 – 102 Cavaliers

Hawks 114 – 98 Celtics

Heat 89 – 96 Mavericks

Pacers 117 – 108 Rockets

Timberwolves 102 – 88 Kings