Jón Axel Guðmundsson gerði 10 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í 59-70 ósigri síðastliðið föstudagskvöld þegar Davidsonskólinn tók á móti Rhode Island.

Með tapinu lauk þriggja leikja sigurgöngu Davidson en Jón Axel lék annan leikinn í röð fullar 40 mínútur hjá Davidson! Eftir tapið á föstudag er Davidson í 7.-8. sæti Atlantic 10 riðilsins með 5 sigra og 5 tapleiki.