Betur fór en á horfðist með alvarleika meiðsla leikmanns Þórs, Davíðs Arnars Ágústssonar. Samkvæmt aðstoðarþjálfara liðsins, Baldri Þór Ragnarssyni, var óttast að leikmaðurinn hefði slitið krossbönd í leik liðsins gegn Snæfell í síðustu umferð Dominos deildarinnar. Eftir að hafa farið í segulómskoðun í gær kom þó í ljós að svo var ekki. Davíð Arnar er með skaddað liðband, sem og tognaði hann á hnéskel. Við tekur því endurhæfing hjá sjúkraþjálfara liðsins Hirti Ragnarssyni og Baldri, en gert er ráð fyrir hún taki 6-8 vikur.