Heilir 12 leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem New York Knicks unnu baráttuna um borgina með 90-95 útisigri gegn Brooklyn Nets. Þá burstuðu Bulls Westbrook og félaga í Oklahoma City Thunder og Golden State Warriors lögðu Charlotte Hornets 126-111.

Kristapas Porzingis var atkvæðamestur í 90-95 sigri Knicks á Nets með 19 stig, 12 fráköst og 2 varin skot en hjá Nets var Ronadae Hollis-Jefferson með 16 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. 

Jimmi Butler gerði 28 stig, tók 4 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum í öflugum 100-128 útisigri Bulls gegn Oklahoma. Russell Westbrook fór fyrir OKC með 28 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. 

Stephen Curry var heitur á heimavelli í nótt og lét 11 þristum rigna yfir Hornets, Curry setti 11 af 15 þristum sínum í leiknum! Curry lauk leik með 39 stig, 5 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta í 126-111 sigri gegn Hornets. Hjá gestunum var Frank „The Tank“ Kaminsky með 24 stig, 7 fráköst, 2 varin skot og 2 stolna bolta. 

Öll úrslit næturinnar:

Orlando 88-98 Indiana
Cleveland 125-97 Minnesota
Boston 109-104 Toronto
Brooklyn 90-95 New York
Miami 116-93 Atlanta
Detroit 118-98 New Orleans
Dallas 113-96 Philadelphia
Denver 99-119 Memphis
Utah 104-88 Milwaukee
Phoenix 114-124 LA Clippers
Oklahoma 100-128 Chicago
Golden State 126-111 Charlotte

Myndbönd næturinnar