Martin Hermannsson og félagar töpuðu tveimur dýrmætum stigum í frönsku Pro B deildinni í gærkvöldi. Charleville tók þá á móti botnliði St. Chamond sem nældu sér í 80-82 útisigur.

Það lá varla á okkar manni þetta rándýra tap en Martin skilaði 16 stigum, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leiknum en Jordan Fouse var stigahæstur hjá Charleville með 25 stig.

Charleville er nú í 3. sæti deildarinnar með 11 sigra og 6 tapleiki.

ProB Standings

 1. Provence Basket 13-4 
 2. Bourg 12-4 
 3. Charleville 11-6 
 4. Lille 10-7 
 5. Nantes 10-7 
 6. Le Havre 9-7 
 7. Denain 9-8 
 8. Blois 8-8 
 9. Boulazac 8-8 
 10. Vichy Clermont 8-9 
 11. Evreux 8-9 
 12. Roanne 7-9 
 13. Maurienne 7-10 
 14. Poitiers 7-10 
 15. St Quentin 7-10 
 16. Rouen 6-11 
 17. Boulogne 5-11 
 18. St Chamond 5-12