Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki taka þátt í undanúrslitaviðureign liðsins í Maltbikarkeppninni gegn Val nú á eftir, en hann snéri sig á æfingu síðastliðinn mánudag.

 

„Þetta er auðvitað grautfúlt. Ég var orðinn mjög spenntur fyrir þessu en sneri mig örlítið á æfingu á mánudaginn. Sjúkraþjálfarinn var á staðnum og ég var heppinn að fá strax aðhlynningu. Verð á bekknum í dag að rífa kjaft en vona að ég verði klár um helgina ef við náum að vinna þenna leik.“ sagði Brynjar