Haukar taka á móti Valskonum í 23. umferð Dominos deildar kvenna kl 19:15 í kvöld. Með sigri geta Haukar minnkað muninn á liðunum í fjögur stig þegar fimm umferðir eru eftir. 

 

Hafnfirðingar unnu góðan sigur á Grindavík í síðustu umferð deildarinnar en Brezzy Williams var ekki með í þeim leik eftir að hafa meiðst á æfingu vikunni fyrir. Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka sagði í samtali við Karfan.is fyrr í dag að Brezzy væri orðin leikfær á ný og yrði með liðinu gegn Val. 

 

Sólrún Inga Gísladóttir meiddist hinsvegar í leiknum gegn Grindavík og verður ekki með í leik kvöldsins. Sólrún hefur verið gríðarlega sterk með Haukum í vetur með 9 stig og 4,2 fráköst að meðaltali í leik. Hún mun hafa snúið sig í leiknum en óvíst ef með alvarleika meiðslanna á þessum tímapunkti að sögn Ingvars. 

 

Mynd / Bára Dröfn