Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þar sem Jakob Örn Sigurðarson og Boras Basket máttu fella sig við nauman 76-73 ósigur á útivelli gegn Uppsala.

Jakob gerði 4 stig í leiknum, tók 2 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en stigahæstur í tapliði Boras var Christian Maraker með 22 stig og 9 fráköst.

Boras er í 4. sæti deildarinna rmeð 12 sigra og 11 tapleiki en með sigrinum í gær tókst Uppsala að jafna Boras að stigum og deila liðin því 4.-5. sætinu.