Samkvæmt heimildum Adrian Wojnarowski hafa félög New Orleans Pelicans og Sacramento Kings náð saman um að skipta á milli sín leikmönnum. Sacramento munu láta frá sér DeMarcus Cousins og fá í staðinn nýliðann Buddy Hield, Tyreke Evans, Langston Galloway og báða valrétti New Orleans Pelicans í komandi nýliðavali.

 

DeMarcus, sem hefur verið einn besti stóri maður deildarinnar, mun hjá New Orleans spila með öðrum af einum besta stóra leikmanni deildarinnar í Anthony Davis. Ekki er ólíklegt að með honum geti Pelicans menn athugað hvort að samvinna þeirra virkar þetta tímabil, en svo sent hann eitthvað annað áður en að samningur hans rennur út 2018 ef að það gengur ekki upp.

 

 

Tölfræði DeMarcus hjá Kings kannski óþarfi að taka neitt sérstaklega fram, þar sem að hann leiddi frekar lélegt lið í flestum þáttum, en þeir voru þó í 9. sæti vestursins fyrir skiptin, einum sigurleik frá sæti í úrslitakeppninni. Pelicans aftur á móti eru ekki langt undan, í 11. sætinu og 2 sigurleikjum frá úrslitakeppninni.

 

Nokkuð ljóst er að í skiptunum hallar all verulega á hlut Sacramento Kings og hafa spekingar gert því í skóna að eitthvað hafi nú á gengið á bakvið tjöldin fyrst þeir hafi samþykkt þau.