Stórleikur er í toppbaráttunni í 1. deildinni í kvöld þegar að Höttur tekur á móti Val á Egilsstöðum. Fyrir leikinn er Höttur í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, en það er eina sætið sem að gefur beina leið aftur upp í Dominos deildina. Sæti 2–5 veitir þeim þáttökuréttindi í úrslitakeppni 1. deildarinnar, þar sem aðeins eitt lið fær hitt sætið í Dominos deildinni. 

 

Valur er sem stendur í þriðja sætinu með 26 stig, 2 sigurleikjum fyrir aftan Fjölni öðru sætinu og 4 sigurleikjum fyrir aftan Hött. Valur á þó leiki til góða, þrjá á Fjölni og tvo á Hött. Svo að með góðum úrslitum í kvöld gegn Hetti og svo seinna í vikunni gegn Fjölni, gætu þeir komið sér í góða stöðu fyrir lokaátökin. 

 

Við viljum benda þeim sem eru fyrir austan á það að í kvöld verður frítt inn á leikinn í boði Arion banka. 

 

Hérna er staðan í deildinni

 

Leikur dagsins

 

1. deild karla:

Höttur Valur – kl. 20:00 í beinni á Höttur Tv