Ægir Þór Steinarsson og félagar í San Pablo Miraflores Burgos unnu góðan sigur á Castello í gærkvöldi 87-77 en Castello er í 14 sæti deildarinnar. 

 

Ægir var með fjögur stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar á 21 mínútu en lenti í villuvandræðum og lék því ekki eins mikið og venjulega. 

 

Burgos er í fjórða sæti deildarinnar og hefur unnið tvo leiki í röð. Ægir er stoðsendingahæstur í liðinu með 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

 

Ragnar Nathanealsson hefur einnig verið í byrjunarliði Albacete síðan hann kom til liðsins og átt góða spretti. Hann er með 6 fráköst að meðaltali á 20 mínútum í fyrstu tveim leikjunum. Albacete mætir toppliði deildarinnar Sammic IBC í kvöld og verður Raggi Nat í eldlínunni.