Höttur sótti frábæran útisigur í Grafarvogi í kvöld í 1. deild karla. Liðin eru í fyrstu tveim sætum deildarinnar og því var ljóst fyrir leikinn að um svokallaðann fjögurra stiga leik væri að ræða. 

 

Þáttaskil

Leikurinn fór fram inná vellinum í dag en stór hluti af tapi Fjölnis má rekja til andlegs undirbúnings fyrir leik. Lið Fjölnis var auðsjáanlega ekki tilbúið í spennustig leiksins. Staðan eftir tvær mínútur var staðan 7-0 fyrir Hetti og yfirspennan algjör hjá Fjölni. Höttur rúllaði sinn leik vel og lét hraða Fjölnis ekki ýta sér úr sínu leikplani. 

 

Til að gera langa sögu stutta náði Höttur sér fljótlega í góða forystu og bauð frammistaða og hugarástand Fjölnis ekki uppá að breyta því. Munurinn var nær þrjátíu stigum í seinni hálfleik en 18 stiga sigur Hattar var staðreynd og er liðið komið í algjöra lykilstöðu í 1. deild karla.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Fjölnismenn voru með ömurlega skotnýtingu í leiknum í kvöld. Liðið ætlaði greinilega að kaffæra Hött með þriggja stiga skotum, liðið tók 33 skot og hitti ekki nema úr fimm sem gerir 15% nýtingu. Skotnýting Hattar er mun betri sem er í raun eini tölfræðiþáttur leiksins sem er ekki jafn.

 

Hetjan

Aaron Moss einnig þekktur sem þrennu Moss átti góðann leik í dag. Hann var einungis þrem stoðsendingum frá enn einni þreföldu tvennunni. Moss leiddi alla helstu tölfræðiþætti liðsins og var með frábæra skotnýtingu. Mirko Virijevic átti einnig mjög góðar mínútur í leiknum og var illviðráðanlegur í teignum. Hjá Fjölni var Collin Pryor eini maðurinn með lífsmarki.

 

Innkoma dagsins

Fjölnir tók ákvörðun á dögunum að fá inn annan erlendan leikmann í Marques Oliver. Hann átti hrikalega innkomu í lið Fjölnis. Oliver var með fjögur stig á átta mínútum en hann eins og aðrir leikmenn var yfirspenntur. Í þriðja leikhluta hreinlega bað hann dómara leiksins að reka sig útaf og fékk tvær tæknivillur í röð fyrir kjaftbrúk. Vonandi fyrir Fjölni mætir þessi leikmaður með hausinn rétt skrúfaðann á næst. 

 

Kjarninn

Höttur er kominn með annan fótinn í úrvalsdeild að ári eftir þennan sigur. Jafnvægið í liðinu var frábært í dag og voru þeir tilbúnir til að leggja allt í sölurnar og berjast meira. Liðið er búið að vera lang jafn besta lið deildarinnar hingað til og eiga þeir skilið að vera í þessari stöðu.

 

Leikur Fjölnis í kvöld var sérlega dapur. Það er ófyrirgefanlegt að geta ekki gírað sig betur í jafn stóran leik og þetta á heimavelli. Varnarlega voru þeir flatir og sóknarleikurinn var tilviljanakenndur. Leikur liðsins var hraður og mikið af ótímabærum skotum eða keyrslum að körfunni, hugsunin virtist vera lítið og þá sérlega þar sem leikmenn virtust ekki hafa trú á aðgerðum sínum. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins

 

 

Viðtöl við þjálfara liðanna eftir leik.

 

 

 

 

Umfjöllun, viðtöl og myndir / Ólafur Þór Jónsson