Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Úrslitin voru öll eftir bókinni fyrir utan 118-123 framlengdan sigur Chicago Bulls á Toronto Raptos. Leikmaður Chicago, Jimmy Butler, hélt þar uppteknum hætti fyrir sína menn, skoraði 42 stig og tók 10 fráköst í leiknum. Þrjú þeirra stiga komu á ögurstundu, undir lok framlengingarinnar, þar sem hann ísaði leikinn með þessu fallega skoti.

 

 

Þá skilaði leikmaður Oklahoma City Thunder sinni 17. þreföldu tvennu í vetur í 106-121 sigri sinna manna á Denver Nuggets. Westbrook skoraði 32 stig, tók 17 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

 

 

Staðan í deildinni

 

 

 

Úrslit næturinnar

Knicks 109 – 123 Pacers

Pelicans 108 – 117 Celtics

Raptors 118 – 123 Bulls

Nuggets 106 – 121 Thunder

Jazz 94 – 92 Timberwolves

Hawks 97 – 82 Mavericks

Hornets 85 – 102 Spurs