Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í sigri Oklahoma City Thunder á Memphis Grizzlies, skilaði Russell Westbrook sinni 18. þreföldu tvennu í vetur með 24 stigum, 12 fráköstum og 13 stoðsendingum. Með þrennunni jafnar hann flestar þrennur á tímabili síðastliðin 40 ár, en tímabilið 1981-1982 náði leikmaður Los Angeles Lakers, Magic Johnson, þessu sama marki.

 

Þá  kláraði leikmaður Philadelphia 76ers, Tj McConnell, leik þeirra gegn New York Knicks með þessu laglega skoti á sama tíma og flautan gall.

 

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar

Knicks 97 – 98 76ers

Grizzlies 95 – 103 Thunder

Rockets 105 119 Timberwolves

Wizards 108 – 117 Celtics

Magic 96 – 105 Clippers

Cavaliers 86 – 102 Trailblazers