Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt. Helstan ber þar að nefna leik toppliða deildanna tveggja, Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors. Þetta var önnur viðureign liðanna sem mæst hafa í úrslitum deildarinnar síðustu tvö ár þennan veturinn. Á jóladag, í fyrri leik liðanna, fór lið Cleveland með sigur af hólmi. Nokkuð annað uppi á teningnum í nótt. Þar sem að Warriors voru með tögl og haldir frá fyrstu mínútum leiksins allt til loka hans.
Atkvæðamestur fyrir Golden State var Draymond Green með 11 stig, 13 fráköst, 11 stoðsendingar og 5 varin skot. Fyrir gestina frá Cleveland var það Lebron James sem dróg vagninn með 20 stigum og 8 fráköstum.
Draymond lét, að vana, finna fyrir sér í leiknum:
Það helsta:
Hawks 108 – 107 Knicks
Trailblazers 101 – 120 Wizards
76ers 113 – 104 Bucks
Pelicans 95 – 98 Pacers
Magic 112 – 125 Nuggets
Hornets 98 – 108 Celtics
Cavaliers 91 – 126 Warriors
Jazz 106 – 101 Suns
Thunder 98 – 120 Clippers