Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Sigursælasta lið deildarinnar það sem af er móti, Golden State Warriors, glutruðu á ævintýralegan hátt niður 24 stiga forystu gegn Memphis Grizzlies í leik sem að þeir töpuðu með 119 stigum gegn 129. Atkvæðamestur fyrir Warriors var verðmætasti leikmaður deildarinnar síðastliðin tvö tímabil, Stephen Curry, en hann skoraði 40 stig og gaf 6 stoðsendingar. Fyrir Grizzlies var það hinn síungi Zach Randolph sem að dróg vagninn með 27 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum.

 

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar

Timberwolves 105 – 112 Wizards

Rockets 100 – 93 Magic

76ers 106 – 110 Celtics

Cavaliers 116 – Nets

Knicks 116 – 111 Bucks

Heat 100 – 127 Lakers

Grizzlies 128 – 119 Warriors

Clippers 106 – 98 Kings