Njarðvíkingar hafa fengið ÍR-inginn Vilhjálm Theodór Jónsson til liðs við félagið og verður Vilhjálmur löglegur með Njarðvíkingum strax í næstu umferð þegar botnlið Snæfells mætir í Ljónagryfjuna. Þetta kemur fram á UMFN.is í kvöld.

Vilhjálmur lék 11 leiki með ÍR á leiktíðinni, skilaði að jafnaði 14 mínútum í leik með 4,7 stig og 2,6 fráköst.