Búið er að fresta leik Hauka og Grindavíkur í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld vegna banaslyss sem varð á Grindavíkurvegi í morgun. Nýr leiktími er á morgun föstudag kl. 19:15. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KKÍ.