1. deildar lið Vestra á Ísafirði hefur styrkt hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins með þremur nýjum en kunnulegum leikmönnum.
Miðherjinn Jóhann Jakob Friðriksson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik og mun leika með liðinu út tímabilið. Jóhann, sem er 202 cm á hæð, er uppalinn innan raða KFÍ og hefur leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin ár. Hann gekk til liðs við Ármann í 1. deildinni í haust þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki og er bæði stigahæsti og frákastahæsti leikmaður liðsins með 12,3 stig og 8,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann er einnig í þriðja sæti yfir bestu 3 stiga nýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 41.4% skotunum sínum fyrir utan línunna.
Pance Ilievski hefur tekið fram skóna aftur en hann var með 9,3 stig að meðaltali í leik í 10 leikjum í 1. deildinni í fyrra. Pance hefur leikið fyrir vestan um árabil og á að baki um 200 meistaraflokksleiki í öllum keppnum.
Helgi Snær Bergsteinsson er einnig genginn aftur til liðs við meistaraflokk Vestra eftir að hafa verið búsettur á höfuðborgarasvæðinu fyrri hluta tímabilsins.
Vestri er í sjötta sæti deildarinnar og á í harðri baráttu við FSu, Hamar og ÍA um fimmta og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Næsti leikur Vestra er föstudaginn 20. janúar á móti Ármanni.
Mynd: Ágúst Atlason / gusti.is