Aðeins einn leikur er í dag. Síðasti leikur 18. umferðar Dominos deildar kvenna. Í honum taka Valsstúlkur á móti Stjörnunni. Fyrir leikinn er Stjarnan í 4. sæti deildarinnar, 6 stigum fyrir aftan Snæfell í 3. sætinu og 6 stigum fyrir ofan Njarðvík í 5. sætinu. Valur er í 6. sæti deildarinnar, 6 stigum fyrir ofan fallsæti, en 8 stigum frá Stjörnunni í síðasta úrslitakeppnissætinu.

 

Staðan í deildinni

 

 

Leikur dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Valur Stjarnan – kl. 17:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport