Tveir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Haukar taka á móti Grindavík í Schenker Höllinni og tvö köldustu lið deildarinnar mætast þegar að Njarðvík tekur á móti Snæfell. Njarðvík ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum á meðan að Snæfell er enn án sigurs í vetur.
Þá eru fjórir leikir í 1. deild karla. Í þeim mæta fjögur efstu liðin öll liðum sem eru nokkuð neðar í deildinni. Hörð baráttan þessi dægrin í deildinni, því mikilvægt fyrir toppliðin að klára sína leiki ef þau ætla að eiga möguleika á að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að tímabili loknu.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Haukar Grindavík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Haukar Tv
Njarðvík Snæfell – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
1. deild karla:
Breiðablik Hamar – kl. 18:00
Valur ÍA – kl. 19:30
Höttur Ármann – kl. 19:30
Fjölnir FSU – kl. 19:30