Einn suddalegasti viðsnúningur tímabilsins átti sér stað áðan í Síkinu þegar Jón Arnór Stefánsson stökk í ham og afgreiddi Tindastól með flugeldasýningu. Heimamenn höfðu gert lítið úr Íslandsmeisturum síðustu þriggja ára framan af leik en Jón Arnór tók til sinna ráða í lokin og KR vann 87-94 með því að skora 32 stig í fjórða leikhluta. Þetta var fyrsti leikur Jóns með KR á tímabilinu og lauk hann leik með 33 stig!