Elvar Már Friðriksson bauð upp á magnaða frammistöðu með Barry háskólanum um helgina þegar hann gerði 30 stig fyrir skólaliðið gegn Eckerd í 2. deild NCAA háskólaboltans.

Elvar gerði 32 stig á 30 mínútum, var 4-8 í þristum, tók 5 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Þetta var þriðji sigur Barry í röð en hann er með 15,2 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Barry. Elvar og félagar eru nú komnir á toppinn í Sunshine State-riðlinum með 10 deildarsigra og aðeins tvo tapleiki en með sigrinum um helgina komst Barry uppfyrir Eckerd skólann.

Staðan í Sunshine-state riðlinum
 

Myndband – Elvar öflugur gegn Eckerd