Snæfellsliðið leitandi að sínum fyrsta sigri í vetur fengu Þórsara frá Þórlákshöfn í heimsókn sem voru fyrir leikinn í 5. Sæti með 16. Stig og eru að keppast um að vera í það minnsta í úrslitakeppninni og auðvitað reyna sig við topp fjóra en mikil kös er í kringum þá. Christian Covile var allt í einu í löglegur fyrir Snæfell þó fregnir af öðrum hafi borist þeim og hann floginn vestur um haf. En kappinn hentist upp í vél og var mættur á klakann í nótt alsæll.

 

Þór byrjaði 0-7 en Snæfellingar tóku í tauminn og áttu næstu 6 stig leikurin var jafn upp frá því en Snæfell jafnaði 12-12 en staðan eftir fyrsta leikhluta 17-18. Covile minnti á að hann væri mættur með þremur þristum í röð og hélt Snæfelli vel inni í leiknum frá 22-24 í 31-31. Leikur Snæfells dalaði lítið eitt á meðan Þórsarar sóttu og vörðust stífar. Sóknarleikur heimamanna datt niður í tilviljanir og lentu þeir fljótt undir 33-42 og í vörninni voru þeir á eftir og söfnuðu nokkrum ruglvillum.

 

Staðan í hálfleik var 39-56 að myndast brekka fyrir Snæfellinga. Covile með 19 stig fyrir Snæfell og Carberry 12 fyrir Þór. Snæfellingar sóttu vel og settu þrjá þrista og minnkuðu munin í 10 stig 56-66. Atlagan var góð en Þórsarar voru við stýrið og Ragnar Bragason smellti niður stórum skotum og gestirnir voru yfir eftir þriðja leikhluta 58-76. Þórsarar voru bara einu númeri of stórir og Snæfellingar halda áfram að vinni sig í átt að sínum sigurum og leikar enduðu 68-99. Upplifun af dómaratríó leiksins, og ég tek það fram að aldrei ég tjái mig um slíkt, hún var sú að ef einhverjir trommuðu ekki í takt þá voru það þeir og hallaði á leikinn sjálfan heilt yfir enn ekki annað liðið frekar en hitt. En það er nú bara þannig og allir skoða sitt.

 

Þáttaskil.

 

Leikar skildu að í öðrum leikhluta eftir frábæra takta Covile fyrir Snæfell og staðan 31-31 en þá bættu Þórsarar í og komust fljótt í 33-42. Annan fjórðung vann Þór með 16 stigum 22-38 og var það ögn stór biti á meðan þeir hittu illa og Þór settu nokkuð af vítalínunni og refsuðu mistökum Snæfells.

 

Hetjan.

 

Ragnar Bragason steig upp þegar á reyndi og þá var Grétar Ingi Þórsurum mikilvægur og margir að leggja lóð á vogskálarnar til að landa góðum sigri. Torbin Carberry var auðvitað atkvæðamestur gestanna en það mæddi ekki mest á honum í góðri heild þannig að Ragnar fær hetju leiksins.

 

Tölurnar.

 

Það er ljóst á þegar skoða er í stjörnurnar hvernig þær liggja saman í vatnsbera að Þórsarar höfðu flest alla þætti sín megin á vellinum. 12 þristar og 44% nýting þar, 47% skotnýting gegn 32% Snæfells. Fráköst 34/52 og það þarf ekki frekari orð í það. Snæfell hinsvegar voru með vítanýtinguna 68% 17/25 gegn 58% Þórsara 17/29 en þeir áttu einnig færri tapaða bolta 16/20. Hjá Snæfelli var Christian Covile með 30 stig, 11 fráköst en honum næstur var Árni elmar Hrafnsson með 11 stig. Tobin Carberry var Þórsara atkvæðamestur með 21 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Ragnar Bragason var að spila vel með 18 stig og Grétar Ingi laumaði 17 stig á reynslunni og tók 7 fráköst.

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín.