Tveir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Í þeim fyrri sigraði Þór lið Hauka í leik þar sem að þeir voru á tímabili 20 stigum undir. Í seinni leiknum, í nýliðaslag kvöldsins, fór Þór frá Akureyri með sigur af hólmi á Skallagrím í Borgarnesi.
Leikir kvöldsins í úrvalsdeild karla eru ekki fyrir fólk sem á erfitt með breytingar eða hjartveika #korfubolti #dominos365
— BenchRider (@ElinLara13) January 20, 2017
Í fyrstu deild kvenna sigraði lið Breiðabliks KR. Ísabella Ósk Sigurðardóttir frábær fyrir heimastúlkur í leiknum, með 26 stig og 16 fráköst á 35 mínútum spiluðum. Liðin enn í 2. og 3. sæti deildarinnar eftir leikinn, en með sigrinum færist Breiðablik nær Þór frá Akureyri í toppsæti deildarinnar, eru nú aðeins einum sigurleik frá þeim.
Í fyrstu deild karla sigraði Vestri lið Ármanns og topplið Fjölnis Hamar. Eftir leikina er Fjölnir því enn í 2. sæti deildarinnar, Hamar og Vestri deilad 5.-6. sætinu og Ármann er ennþá á botninum
Úrslit kvöldsins
Dominos deild karla:
Skallagrímur 89 – 100 Þór Akureyri
1. deild kvenna:
1. deild karla: