Fyrsti leikur ársins 2017 fór fram í Rimaskóla í kvöld þegar Fjölnir og Þór Þorlákshöfn áttust við í 16-liða úrslitum bikarkeppni unglingaflokks karla. Fjölnir byrjaði leikinn betur og komst í 5 stiga forystu um miðjan fyrsta leikhluta, 10-5, en þá hrukku gestirnir í gang og höfðu náð 15 stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks, 22-37.

Heimamenn söxuðu á forskot gestanna í þriðja leikhluta og munurinn kominn niður í 10 stig fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar voru þó sterkari á lokasprettinum og lönduðu nokkuð öruggum 16 stiga sigri, 50-66, og tryggðu sér þar með sæti í 8-liða úrslitum bikarsins þar sem þeir mæta Keflavík. 

Eftirfarandi lið munu eigast við í 8-liða úrslitum bikarkeppni unglingaflokks karla en leikið verður 17. og 21. janúar næstkomandi.

17. janúar 2017
Skallagrímur – Haukar

21. janúar 2017
KR – Njarðvík
Keflavík – Þór Þ
Grindavík – Tindastóll

Myndasafn úr leik (Bára Dröfn)