Þór styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta í dag með sigri gegn KR í leik sem fram fór í íþróttahúsi Síðuskóla.

Þótt ekki hafi munaði nema 8 stigum á liðunum í lokin var sigur Þórs mun öruggari en þær tölur gefa til kynnar.

 

Þór 56 – KR 48

 

14-10 / 17-14 / – 11-8 / 14-16

 

Leikurinn fór rólega af stað og fyrstu stig leiksins létu bíða eftir sér og komu ekki fyrr en eftir rúmlega tveggja mínútna leik. Í byrjun var leikur liðsins drifin áfram að mikilli baráttu og fór þar fremst í flokki Rut Herner og lét hún þá til sín taka. Þórsarar unnu leikhlutann 14-10. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður eins og tölurnar gefa til kynna en Þórsarar þó heldur beittari.

 

Í öðrum leikhluta höfðu Þórsarar áfram ágæt tök á leiknum en KR náði af þó að halda aðeins í og freistuðu þess að missa heimamenn ekki of langt fram úr sér. Þór vann leikhlutann með þrem stigum og leiddu í hálfleik 31-24. En og aftur sést á tölunum að sóknarleikurinn var ekki uppá marga fiska en vörnin hjá Þór var sterk og munar þar um innkomu hinnar sterku Helgu Rutar sem lék sinn fyrsta leik með liðinu í vetur.

 

 

Í þriðja leikhluta hélt sama baráttan áfram sterkar varnir beggja liða en enn og aftur mikið um mistök í sóknarleik liðanna. Þórsarar náðu um tíma 10 stiga forskoti í leikhlutanum en KR klóraði ögn í bakkann og lagði stöðuna. Þór vann leikhlutann 11-8 og leiddu með tíu stigum þegar fjórði leikhlutinn hófst.

 

Fjórði leikhlutinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða og þegar á fjórðunginn leið fóru villur að hrúgast inn og fékk t.a.m. Erna Rún sína 5. villu um miðjan leikhlutann. Þórsarar voru ávallt skrefinu á undan KR og höfðu lengst af um 10 -12 stiga forskot. En undir lokin lögðu gestirnir allt kapp á að laga stöðuna og um tíma komu þær muninum niður í  5 stig en nær komust KR ingar ekki. KR konur pressuðu stíft undir lokin og  skoruðu Þórsarar síðustu körfur leiksins af vitalínunni.

 

Eins og áður segir höfðu Þórsarar 8 stiga sigur þegar upp var staðið og var sá sigur aldrei í hættu.

 

Stig Þórs í dag, Rut Herner 18, Unnur Lára 16, Heiða Hlín 11, Thelma Hrund 7 og Erna Rún 4.

 

Hjá KR var Þorbjörg Friðriksdóttir stigahæst með 12 stig, Perla Jóhannesdóttir 10, Rannveig Ólafsdóttir og Margrét Blöndal 9 stig hvor og Kristbjörg Pálsdóttir 6.

 

Þórsliðið styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigrinum í dag og eru nú með 14 stig en Breiðablik er í öðru sætinu með 10 og KR í því þriðja með 6 stig.

 

Viðtal við Ernu Rún fyrirliða Þórs  

 

 

 

Myndir og umfjöllun / Palli Jóh – Thorsport.is.