Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Nokkuð var um óvænt úrslit. ÍR sigraði topplið Stjörnunnar og Þór kjöldróg Tindastól á Akureyri. Þór sigraði í Keflavík í leik þar sem að heimamenn áttu tvær árangurslausar tilraunir til að jafna og fara í framlengingu. Þá er sigldu íslandsmeistarar KR sigri í höfn eftir framlengingu gegn sprækum nýliðum Skallagríms.
Tindastóll tapaði eftirminnilega niður mikilli forystu og leiknum gegn KR (Jóni Arnóri Stefánssyni) í síðustu umferð. Menn velta fyrir sér hvaða áhrif það hafi haft:
Eru Stólarnir bara andlega hættir eftir tjókið á móti KR? #korfubolti
— Sturla Stígsson (@sturlast) January 12, 2017
Aðrir vildu frekar meina að þarna væri á ferðinni sigur nýliðanna á Akureyri heldur en það að Tindastóll væri eitthvað að tapa áttum:
Fjör í gangi á Akureyri hjá nýliðunum #korfubolti
— Jón Björn Ólafsson (@JonBjornOlafs) January 12, 2017
Einhverjum fannst leikmaður KR, Pavel Ermolinski, full harður í fyrri hálfleik við Skallagrím, sitt gamla félag:
Ljótar sýnast mér hálfleikstölur úr Vesturbæ. Júdasinn @pavelino15 nálgast þrennuna. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. #korfubolti
— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) January 12, 2017
Úrslit kvöldsins
Þór Akureyri 100 – 85 Tindastóll
KR 99 – 92 Skallagrímur (eftir framlengingu)