Þór sigraði Grindavík með 96 stigum gegn 85 í 12. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er Þór því í 5.-8. sæti deildarinnar á meðan að Grindavík er ennþá í 4. sætinu.

 

Þó heimamenn hafi verið skrefinu á undan, má segja að leikurinn hafi verið í járnum allt frá fyrstu mínútu. Eftir fyrsta leikhluta var Þór stigi á undan, 22-21 svo þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var sá munur kominn í 5 stig, 49-44.

 

Í seinni hálfleiknum hélt spennan áfram, þar sem að Þór var enn aðeins á undan. Fyrir lokaleikhlutann voru þeir með 7 stiga forskot, 80-73 og fór svo að lokum að þeir sigldu 9 stiga sigri í höfn, 96-85. 

 

Maður leiksins var án alls vafa leikmaður Þórs, Tobin Carberry, en hann skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á þeim rúmu 37 mínútum sem hann spilaði.

 

Fyrir gestina úr Grindavík var Ólafur Ólafsson atkvæðamestur með 18 stig og 10 fráköst.

 

Tölfræði leiks