Við árlega verðlaunaafhendingu íþróttafólks á dögunum var leikmaður meistaraflokks kvenna, Thelma Dís Ágústsdóttir, valin íþróttakona ársins í Keflavík. Thelma vel að þessu komin sem einn buraðása hins stórgóða meistaraflokks félagsins sem að trónir nú á toppi Dominos deildarinnar.
Siðasta vor var Thelma valin besti leikmaður Keflavíkur fyrir síðasta tímabil, sem og á miðsvetrarverðlaunum þessa tímabils var hún valin í 5 manna úrvalslið fyrri hluta Dominos deildar kvenna.
Þá var hún einnig valin körfuknattleikskona ársins, en karlamegin var það Magnús Már Traustason sem að hreppti hnossið körfuknattleiksmaður ársins í Keflavík.