Podcast Karfan.is er komin í loftið hjá Alvarpinu, en það er rás sem er innan vefsíðu Nútímans

Þegar dag fer að lengja sækir alvaran að körfuboltaliðum landsins. Leikirnir fara að skipta meira máli og hvert stig getur skipt á endanum öllu. Í Dominos deild kvenna virðast Keflavík, Snæfell, Skallagrímur og Stjarnan ætla að stinga af en Njarðvík getur breytt því með sigri í vikunni.

Danero Thomas flúði Akureyri og skrifaði undir í breiðholti í vikunni. Mun það hafa einhver áhrif eða verða bæði lið í fallbaráttu? Er á einhvern hátt hægt að afsaka fall Hauka frá apríl síðastliðnum eða er þetta allt janúarblúsinn frægi?

Gestur vikunnar er stigahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi, sjöfaldur íslandsmeistari og næst landsleikjahæsti leikmaður kvenna. Birna Valgarðsdóttir, skagfirðingurinn með Keflavíkurhjartað segir frá ferlinum, besta samherjanum, Dominos deildunum og svo margt fleira í podcasti vikunnar.

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur

 

 

Hérna er þáttur #1 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild karla með Jóni Birni Ólafssyni

Hérna er þáttur #2 – Farið yfir komandi tímabil í Dominos deild kvenna með Bryndísi Gunnlaugsdóttur

Hérna er þáttur #3 – Farið yfir fyrstu umferðirnar í Dominos deildunum með Herði Tulinius

Hérna er þáttur #4 – Farið yfir umferðir í Dominos deildunum með Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur

Hérna er þáttur #5 – Farið yfir byrjunina í Dominos deildunum með Herði Unnsteinssyni

Hérna er þáttur #6 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum og spjallað við Magnús Þór Gunnarsson

Hérna er þáttur #7 – Farið yfir umferðirnar í Dominos deildunum með Elínu Láru Reynisdóttur

Hérna er þáttur #8 – Farið yfir landsleiki, Dominos deildirnar og spjallað við Helenu Sverrisdóttur

Hérna er þáttur #9 – Farið yfir landsleiki, Dominos og 1. deildirnar með Birni Steinari Brynjólfssyni

Hérna er þáttur #10 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Ágústi Björgvinssyni

Hérna er þáttur #11 – Farið yfir Dominos deildirnar með Skúla B. Sigurðarsyni

Hérna er þáttur #12 – Farið yfir Dominos deildirnar og spjallað við þjálfara Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson

Hérna er þáttur #13 – Farið yfir stöðuna yfir hátíðirnar með Sigurði Orra Kristjánssyni

Hérna er þáttur #14 – Sverrir Þór í ítarlegu spjalli um deildirnar, leikmannaferilinn og þjálfun

Hérna er þáttur #15 – Farið yfir Dominos og 1. deildirnar með Andra Þór Kristinssyni.

Hérna er þáttur #16 – Farið yfir stöðuna í deildunum, bikarinn og fleira með Bryndísi Gunnlaugsdóttur