Morgunblaðið ræddi þann möguleika í upphafi viku að Kristófer Acox myndi hugsanlega koma heim nú í byrjun vors og leika með liði KR í úrslitakeppninni að því skyldu að Furman háskólinn væri ekki að spila á sama tíma eða tímabilinu lokið þar.  "Úff það er erfitt að segja en ef allt gengur upp þá eru alveg einhverjir möguleikar á þessu." sagði Kristófer í samtali við Karfan.is

 

Kristófer er uppalin KR-ingur og styrkur hans fyrir liði ótvíræður ef af yrði. "Ég myndi þurfa að fljúga þá aftur út til að sinna og klára námið en ég útskrifast núna í vor. Það yrði eitthvað ef þetta yrði en við erum með eitt sterkasta liðið í okkar riðli og eigum alveg góðan möguleika á að komast í "tournament-ið" en liðinu sem er spáð 1. sæti er virkilega sterkt og klárlega það lið sem þarf að komast í gegnum til að ná í keppnina. Svo eru líka alltaf einhver mót eftir tímabilið fyrir lið sem komast ekki í lokakeppnina. Það fer þá allt eftir gengi vetrarins og stöðu í riðlinum." sagði Kristófer ennfremur en lið hans Furman er í Southern Conference riðlinum. 

 

"Það væri náttúrulega geðveikt að geta komist heim og spila ef ekkert annað gerist hjá mér í mars mánuði. Samningur minn við skólann í raun rennur út eftir að körfuboltatímabilinu líkur formlega og eftir það er mér í raun frjálst að gera það sem ég vil. En það þarf náttúrulega að klára skólann og það er mér mjög kært að gera það vel og vandlega." 

 

Kristófer Acox er sem fyrr uppalinn hjá KR en gæti komið til greina að spila fyrir annað félag ef falist væri eftir því. "Ég er náttúrulega ennþá skráður í KR þannig að ég held að ég geti bara spila fyrir þá. Annað væri líka bara skrítið held ég." sagði Kristófer að lokum. 

 

Furman er sem stendur ósigraðir í SoCon riðlinum með tvo sigra eftir tvo leiki, líkt og lið Samford en heilt yfir hefur Furmann sigraði 9 leiki og tapað 6 leikjum í vetur.