Tindastóll sigraði ÍR, 84-78, í 14. umferð Dominos deildar karla fyrr í kvöld á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki. Eftir leikinn er Tindastóll með 20 stig í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni á meðan að ÍR er með 12 stig í 8.-10. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík og Skallagrím.

 

Fyrir leikinn kannski frekar búist við sigri Tindastóls. Þó svo að í síðustu umferð hafi ÍR sigrað topplið Stjörnunnar. Stólarnir erfiðir heim að sækja og með gríðarlega vel mannað lið þetta tímabilið.

 

Heimamenn voru mun sneggri í gang en gestirnir. Ná að skora 3 fyrstu körfur leiksins og halda þeirri forystu bróðurparts þessa fyrsta leikhluta. Staðan 21-13 þegar að hann endar. Í öðrum leikhlutanum ná þeir svo aðeins að bæta í og koma muninum mest í 11 stig í leikhlutanum. ÍR nær þó aðeins að klóra í bakkann fyrir lok hálfleiksins, 38-33.

 

Þrátt fyrir þennan nauma mun í hálfleik voru heimamenn þó betri aðilinn. Voru búnir að taka 27 fráköst og gefa 7 stoðsendingar á móti aðeins 17 fráköstum og 1 stoðsendingu gestanna.

 

Í hálfleik voru það bakverðeir ÍR þeir Matthías Orri Sigurðarson og Hákon Örn Hjálmarsson sem að voru atkvæðamestir. Matthías með 11 stig og 4 fráköst og Hákon 10 stig og 3 fráköst. Fyrir heimamenn var Antonio Hester líflegastur með 11 stig og 8 fráköst.

 

Í seinni hálfleik héldu gestirnir svo áfram að reyna að vinna niður þennan nauma mun Tindastóls. Liðin skilja jöfn í 3. leikhlutanum, 21-21 og munurinn því enn 5 stig fyrir lokaleikhlutann, 59-54. 

 

4. leikhlutann byrjar ÍR svo af krafti, komast 2 stigum næst þeim í þrígang. Nær en það komust þeir þó ekki á þessum lokametrum leiksins. Tindastóll sigldi að lokum 6 stiga sigri í höfn 84-78.

 

Maður leiksins var leikmaður Tindastóls, Antonio Hester, en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði leiks