Þrír leikir eru í dag í Dominos deild kvenna og einn í fyrstu deildinni. Helstan ber þar að nefna toppslag Keflavíkur og Snæfells. Keflavík sem stendur eitt á toppi deildarinnar 4 stigum á undan Snæfell. Snæfell eina liðið sem að Keflavík hefur ekki náð að vinna í vetur og verður því spennandi að sjá hvort Litlu Slátrararnir ná að standa undir nafni gegn meisturum síðustu þriggja ára. Leikurinn kl. 16:30 og í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Leikir dagsins
Dominos deild kvenna:
Grindavík Stjarnan – kl. 16:30
Keflavík Snæfell – kl. 16:30 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
Skallagrímur Valur – kl. 16:30
1. deild kvenna:
Þór Akureyri Breiðablik – kl. 14:30