Síðast þegar Valsstúlkur mættu í Hólminn fóru þær með sigur í farteskinu heim á leið eftir framlengdan leik 73-80 en þessi lið hafa oft átt frábæra leiki og spennandi. Snæfell landaði hinsvegar mikilvægum stigum í þessum erfiða leik eftir 82-72 sigur.

 

 

Framvinda

Fyrsti leikhluti var tiltölulega jafn en staðan var 10-10 þegar Snæfell komust svo 15-11 og upphófst mikill hittingur Aaryn Ellenberg setti þrist, þá Hallveig Jóns fyrir Val og svo Alda Leif hjá Snæfelli og staðan var 22-23 eftir fyrsta fjórðung. Snæfell elti annan fjórðungin og voru eilítið að hengja haus á því að vera ekki að komast yfir og að elta. Hins vegar staðan ansi jöfn 38-40 og áttu Snæfell erfitt með að stoppa Miu Loyd sem var komin með 16 stig og 10 fráköst. Snæfell komust svo yfir í þriðja leikhluta eftir þolinmæðisvinnu því gestirnir af Hlíðarenda voru að spila af krafti en Snæfell leiddi 54-50 fyrir lokaleikhlutan. Strax í fjórða fjórðung komst Snæfell með einu góðu stökki frá Val og leiddu 68-58. Snæfell héldu að mestu 10 stiga forystu fram undir lokin og sigruðu 82-72.

 

Hetjan

Aaryn Ellenberg endaði með 30 stig og 10 fráköst og var lykilleikmaður í kvöld fyrir Snæfell og fær ar af leiðandi hetjustimpil í erfiðum leik gegn Val.

 

Þáttaskil leiksins

Voru í upphafi fjórða leikhluta þegar Snæfell náðu að verðlauna sig fyrir góð stopp í vörninni og ná 10 stiga forystu 68-58. Fráköst og lausir boltar féllu Snæfelli í vil sem voru á undan í sínum leik og settu upp sitt prógram sem virkaði til loka en eins og áður sagði í mjög erfiðum leik sem vil vera raunin á milli þessara liða.

 

Hvað segja tölurnar okkur?

Valur var í fyrri hálfleik með nokkuð betri skotnýtingu en þó í færri skotum 56% 14/25 á móti 36% Snæfells 15/42. Valur var að vinna vel með nýtingu framan af og voru með 44 fráköst í leiknum á móti 38 fráköstum Snæfells en 17 tapaða bolta voru gestirnir með sem oft var refsað fyrir. Snæfell hins vegar gráðugri á körfuna tóku 21 fleiri skot sem á sinn hátt skilaði sínu og einnig verðlaun eftir unna bolta bættu í sarpinn. Á eftir Aaryn hjá Snæfelli var Berglind Gunnarsdóttir með 13 stig og Bryndís Guðmund og Gunnhildur Gunnars með 8 stig hvor. Í liði Vals var Mia Loyd án efa þeirra langbest með 29 stig, 19 fráköst og var illviðráðanleg. Elín Sóley kom henni næst með 13 stig.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson