Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í dag þar sem toppliðin þrjú náðu öll í sigra. Í Borgarnesi var að ljúka leik Skallagríms og Stjörnunnar þar sem heimakonur náðu í sigur eftir að hada leitt allan leikinn. 

 

Njarðvík tapaði gegn íslandsmeisturum Snæfells þar sem hólmarar voru mun sterkari aðilinn og aldrei spurning um hvort liðið næði sigri. Leikurinn endaði svo með 29 stiga sigri Snæfells og Aaryn Ellenberg daðraði við þrennu með 21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar. 

 

Keflavík hafði svo góðan sigur á Grindavík í annað skiptið á stuttum tíma en segja má að sigurinn hafi verið öruggur. Arianna Moorer var stigahæst en allir leikmenn Keflavíkur spiluðu yfir 10 mínútur í leiknum. 

 

 

 

 

Staðan í Dominos deild kvenna

 

Úrslit dagsins.

Njarðvík 64-93 Snæfell

Keflavík 76-50 Grindavík 

Skallagrímur 79-74 Stjarnan

Valur – Haukar