Tveim leikjum er lokið í átta liða úrslitum Maltbikar kvenna í dag. Bikarmeistarar Snæfells eru komnar áfram ásamt Haukum.
Fyrr í dag tók Breiðablik á móti Haukum í Smáranum þar sem Haukar kláruðu leikinn með frábærum fyrsta leikhluta sem þær unnu 29-12. Breiðablik sem leikur í 1. deild kvenna áttu engin svör eftir það og Haukar unnu góðan sigur 63-71 og er því komið í undanúrslit.
Spennuleikur fór fram í Stykkishólmi þar sem Íslands-og bikarmeistarar Snæfells unnu Stjörnunna. Jafnt var nánast á öllum tölum en Aaryn Ellenberg vann leikinn á vítalínunni fyrir heimakonur sem munu því leika í Laugardalshöllinni í bikarhelginni.
Ljóst er að Snæfell, Keflavík, Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit Maltbikars kvenna á þriðjudaginn. Síðasta liðið í undanúrslitin verður svo KR eða Skallagrímur en liðin mætast í Borgarnesi annað kvöld.
Einn leikur fer fram í Maltbikar karla í kvöld þegar Þór Ak tekur á móti Grindavík kl 19:30 en leikurinn er í beinni útsendingu á Rúv 2.
Úrslit dagins: