Stjörnustúlkur héldu til samfundar við Snæfell í 8-liða úrslitum Maltbikars kvenna. Stjarnan hefur verið á flugi en Snæfell hefur sannarlega átt meira inni en sýnt hafa.
Sleðað yfir þessa hnotskurn
Gestirnir úr Garðabænum komu sér strax í forystu 3-10 og Snæfell hittu illa en bættu úr og hertu á vörninni og tóku 11-0 kafla. Staðan var 16-13 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta. Stjarnan jafnaði 16-16 og leiddu eftir það út fyrri hálfleikinn þar sem staðan var 27-31. Stjarnan setti niður stór skot sem hélt þeim í forystu á meðan nýting Snæfells var slakari. Bryndís Hanna opnaði seinni hálfleikinn fyrir gestinan á tveimur þristum og staðan 29-37. Leikurinn var spenna frá upphafi og staðan eftir þriðja leikhluta 51-54 en Stjarnan hafði verið eilítið á undan en Snæfell jafnaði 44-44 og svo 48-48 þannig að allt var opið.
Segja má að einu stigi hafi munað á liðunum yfir fjórða leikhluta þar sem Snæfell elti og annað hvort jafnaði eða minnkuðu í eitt stig. 60-61 var staðan þegar 4 mínútur voru eftir, 62-63 þegar þrjár voru eftir en þegar tvær mínútur voru eftir hafði Snæfell komist yfir 64-63 og sigruðu í allsvakalegum leik 68-63.
Vendipunkturinn
Stjarnan hafði haldið velli framan af og spiluðu ágætlega en með bikarmeistararna andandi ofan í hálsmálið og það hafði áhrif þegar Snæfell á endanum náðu að snúa töflunni sér í hag 64-63 þegar tvær mínútur voru eftir og það var nóg til að landa sigrinum. Stjarnan hafði engin svör eftir það og Snæfell kláruðu síðustu stigin af vítalínunni nokkuð öruggar með sig.
Hetjan
Vörn Snæfells hélt vel undir lokin og fær sinn skerf af hetjunni en sóknin var ekki alveg að dansa og þær héldu vel áfram og börðust fyrir þessum sigri. Aaryn Ellenberg var atkvæðamest Snæfells en hún skiptir hetjunni með varnarjöxlum Snæfellsliðsins í dag.
Tölurnar
Liðin voru að spila svipað á þeim vinklum sem körfuboltinn bíður uppá 40/40 í fráköstum en Snæfell átti meira í sóknarfráköstum. Það er því erfitt að rífa niður hvar liðin vinna í tölfræðinni, Stjarnan átti tveimru stigum meira í öðrum séns en Snæfell þremur stigum betur eftir tapaðan bolta gestanna þannig að margir þættir vega hvern annan upp.
Aaryn Ellenberg var með 24 stig 10 fráköst og 7 stoðs. Gunnhildur Gunnarsdótti var öflug með 18 stig, 6 fráköst og Berglind Gunnarsdóttir 12 stig og 10 fráköst. Hjá Stjörnunni var Danielle Rodrigues með 23 stig, 10 fráköst og 7 stoðs og Ragna Margrét með 11 stig og 7 fráköst.
Umfjöllun / Símon Hjaltalín
Myndir / Sumarliði Ásgeirsson