Snæfell hefur fundið eftirmann Sefton Barrett sem yfirgaf liðið fyrir jól. Christian David Covile heitir kauði og spilar sem bakvörður. Hann er 23. ára og útskrifaðist frá Adrian háskólanum í sumar.

 

Barrett var efstur í öllum tölfræðiþáttum liðsins með 21 stig, 11,3 fráköst og 3,1 stoðsendinu að meðaltali í leik. Ingi Þór gagnrýndi hugarfar leikmannsins nokkuð  í viðtölum fyrir jól.