Heil umferð fór fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Í Hafnarfirði voru bæði lið án erlends leikmanns en Haukar sigruðu nokkuð örugglega og skilja þar með Grindavík eitt eftir á botni deildarinnar. 

 

Stjarnan vann frábæran sigur á Keflavík og hafa Keflavíkur stúlkurnar nú tapað tveim leikjum í röð. Nágrannar þeirra í Njarðvík töpuðu einnig á útivelli gegn Val. 

 

Stórleikur umferðarinnar var svo vesturlandsslagurinn í Stykkishólmi þar sem Borgnesingar voru í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Skallagrímur hafði sigur og eru því með jafn mörg stig og Keflavík á toppi deildarinnar. 

 

Staðan í Dominos deild kvenna:

 

 

Úrslit dagsins: 

 

Haukar 67-47 Grindavík 

Valur 87-79 Njarðvík

Stjarnan 54-51 Keflavík 

Snæfell 67-80 Skallagrímur